Snyrtibudda
Snyrtibudda
88 mL
Fyrsta íslenska sólarvörnin frá Dóttir Skin – sérstaklega hönnuð fyrir þau sem þurfa öfluga vörn fyrir daglega notkun, fjallahlaupið, sundið eða sólarlandaferðina—án allra málamiðlanna. Hún veitir breiðvirka UV-vörn, er vatns- og svitaþolin í yfir 80 mínútur, hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augun. Þar að auki er hún 100% ilmefnalaus og formúlan byggð á einföldum en áhrifaríkum innihaldsefnum sem styðja við heilbrigði húðarinnar.
Eiginleikar
Eiginleikar
Fyrsta íslenska sólarvörnin—100% steinefni, 100% ilmefnalaus, ekkert vesen.
Sólarvörnin er sérstaklega hönnuð fyrir þau sem þurfa öfluga vörn fyrir daglega notkun, fjallahlaupið, sundið eða sólarlandaferðina—án allra málamiðlanna. Hún veitir breiðvirka UV-vörn, er vatns- og svitaþolin í yfir 80 mínútur, hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augun. Þar að auki er hún 100% ilmefnalaus og formúlan byggð á hreinum og áhrifaríkum innihaldsefnum sem styðja heilbrigði húðarinnar.
✓ Olíulaus og inniheldur engin stíflandi efni.
✓ Hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augu.
✓ Há UVA-vörn sem dregur úr ótímabærri öldrun húðar af völdum sólarinnar.
Vandað val á virkum innihaldsefnum styður við virkni vörunnar og heilbrigða húð:
- Niacinamide (B3-vítamín) – Öflugt og rakagefandi innihaldsefni sem vinnur gegn fílapenslum og bólum með því að draga úr fitu- og olíuframleiðslu húðarinnar. Það hefur bólgueyðandi áhrif, dregur úr roða, jafnar húðlit og róar erta húð. Einnig örvar það kollagenframleiðslu og dregur úr sýnileika svitahola.
- Andoxunarefni – Vernda húðina með því að draga úr áhrifum sindurefna (free radicals), sem annars stuðla að niðurbroti kollagens og öldrun húðar.
- Smáþörungaextrakt – Styður náttúrulegar varnir yfirhúðarinnar gegn skaðlegum áhrifum blás ljóss (e. blue light) frá raftækjum, vinnur gegn sindurefnum og örvar kollagenmyndun.
Notkunarleiðbeiningar
Notkunarleiðbeiningar
Ekki vera of lengi í sólinni, jafnvel þó þú notir sólarvörn. Haldið börnum frá beinni útsetningu við sólinni. Berið ríkulega á húðina áður en farið er út í sól. Berið reglulega á húð til að viðhalda UV-vörninni, sérstaklega eftir langvarandi dvöl í vatni, mikla svitamyndun eða eftir að hafa þurrkað húðina með handklæði.
Athugið: Ef minna en ráðlagður skammtur er borinn á húðina minnkar verndarstigið verulega.
Innihaldslýsing
Innihaldslýsing
Aqua, Zinc Oxide, C15-19 Alkane, Octyldodecyl Neopentanoate, Caprylic/Capric Triglyceride, Butyloctyl Salicylate, Titanium Dioxide (nano), Dimethicone, Polyglyceryl-4 Diisostearate/Polyhydroxystearate /Sebacate, Glycerin, Hydrogenated Polyisobutene, Polyhydroxystearic Acid, Sodium Chloride, Silica, Triethoxycaprylylsilane, Saccharide Isomerate, Sorbitan Olivate, Hydroxyacetophenone, Niacinamide, Glyceryl Behenate, Caprylyl Glycol, 1,2-Hexanediol, Tocopheryl Acetate, Disodium EDTA, Pentylene Glycol, Scenedesmus Rubescens Extract, Gellan Gum, Polygonum Aviculare Extract, Citric Acid, Sodium Citrate,Potassium Sorbate, Sodium Benzoate
Couldn't load pickup availability

-
Dottir® Skin Mineral Broad-Spectrum SPF50+
4.5 / 5.0
(22) 22 total reviews
Regular price 5.200 ISKRegular priceSale price 5.200 ISK -
Alda [‘alːta] Essence Serum
4.92 / 5.0
(13) 13 total reviews
Regular price 7.990 ISKRegular priceSale price 7.990 ISK -
Ljóma [ˈljouːma] dew mask
5.0 / 5.0
(2) 2 total reviews
Regular price From 1.690 ISKRegular priceSale price From 1.690 ISK -
Dóttir Skin Holiday Ritual
5.0 / 5.0
(1) 1 total reviews
Regular price 14.990 ISKRegular priceSale price 14.990 ISK

![Girl in a field holding Alda [‘alːta] essence serum, Icelandic skincare, laughing, aesthetic](http://dottirskin.is/cdn/shop/files/Still2025-06-28232106_1.5.2.jpg?v=1763465040&width=533)
![Ljóma [ˈljouːma] dew mask](http://dottirskin.is/cdn/shop/files/dottirskin_polaroid_20251015_0024.jpg?v=1760914747&width=533)

