Skip to product information
1 of 1

Snyrtibudda

Snyrtibudda

88 mL

Fyrsta íslenska sólarvörnin frá Dóttir Skin – sérstaklega hönnuð fyrir þau sem þurfa öfluga vörn fyrir daglega notkun, fjallahlaupið, sundið eða sólarlandaferðina—án allra málamiðlanna. Hún veitir breiðvirka UV-vörn, er vatns- og svitaþolin í yfir 80 mínútur, hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augun. Þar að auki er hún 100% ilmefnalaus og formúlan byggð á einföldum en áhrifaríkum innihaldsefnum sem styðja við heilbrigði húðarinnar.

Eiginleikar

Fyrsta íslenska sólarvörnin—100% steinefni, 100% ilmefnalaus, ekkert vesen. 

Sólarvörnin er sérstaklega hönnuð fyrir þau sem þurfa öfluga vörn fyrir daglega notkun, fjallahlaupið, sundið eða sólarlandaferðina—án allra málamiðlanna. Hún veitir breiðvirka UV-vörn, er vatns- og svitaþolin í yfir 80 mínútur, hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augun. Þar að auki er hún 100% ilmefnalaus og formúlan byggð á hreinum og áhrifaríkum innihaldsefnum sem styðja heilbrigði húðarinnar.

✓ Olíulaus og inniheldur engin stíflandi efni.

✓ Hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augu.

✓ Há UVA-vörn sem dregur úr ótímabærri öldrun húðar af völdum sólarinnar.

Vandað val á virkum innihaldsefnum styður við virkni vörunnar og heilbrigða húð:

  • Niacinamide (B3-vítamín) – Öflugt og rakagefandi innihaldsefni sem vinnur gegn fílapenslum og bólum með því að draga úr fitu- og olíuframleiðslu húðarinnar. Það hefur bólgueyðandi áhrif, dregur úr roða, jafnar húðlit og róar erta húð. Einnig örvar það kollagenframleiðslu og dregur úr sýnileika svitahola.
  • Andoxunarefni – Vernda húðina með því að draga úr áhrifum sindurefna (free radicals), sem annars stuðla að niðurbroti kollagens og öldrun húðar.
  • Smáþörungaextrakt – Styður náttúrulegar varnir yfirhúðarinnar gegn skaðlegum áhrifum blás ljóss (e. blue light) frá raftækjum, vinnur gegn sindurefnum og örvar kollagenmyndun.

Notkunarleiðbeiningar

Ekki vera of lengi í sólinni, jafnvel þó þú notir sólarvörn. Haldið börnum frá beinni útsetningu við sólinni. Berið ríkulega á húðina áður en farið er út í sól. Berið reglulega á húð til að viðhalda UV-vörninni, sérstaklega eftir langvarandi dvöl í vatni, mikla svitamyndun eða eftir að hafa þurrkað húðina með handklæði.

Athugið: Ef minna en ráðlagður skammtur er borinn á húðina minnkar verndarstigið verulega.

Innihaldslýsing

Aqua, Zinc Oxide, C15-19 Alkane, Octyldodecyl Neopentanoate, Caprylic/Capric Triglyceride, Butyloctyl Salicylate, Titanium Dioxide (nano), Dimethicone, Polyglyceryl-4 Diisostearate/Polyhydroxystearate /Sebacate, Glycerin, Hydrogenated Polyisobutene, Polyhydroxystearic Acid, Sodium Chloride, Silica, Triethoxycaprylylsilane, Saccharide Isomerate, Sorbitan Olivate, Hydroxyacetophenone, Niacinamide, Glyceryl Behenate, Caprylyl Glycol, 1,2-Hexanediol, Tocopheryl Acetate, Disodium EDTA, Pentylene Glycol, Scenedesmus Rubescens Extract, Gellan Gum, Polygonum Aviculare Extract, Citric Acid, Sodium Citrate,Potassium Sorbate, Sodium Benzoate

Regular price 1.990 ISK
Regular price Sale price 1.990 ISK
Sale Sold out
Taxes included.
Quantity
View full details