Skip to product information
1 of 5

Alda [‘alːta] Essence Serum

Alda [‘alːta] Essence Serum

30 mL

Alda [‘alːta] essence serum er vara sem styður endurnýjun húðar með mildri ensímvirkri húðslípun, á sama tíma og það veitir raka og örvar kollagenframleiðslu. Essence-ið vinnur gegn öldrun húðarinnar og ýmsum áskorunum eins og t.d. Gegn þurri húð, útbrotum, bólum og sólbruna. Sjávarensímin slípa húðina með því að leysa upp yfirborðsóhreinindi og dauðar húðfrumur á mildan hátt.Sjávarensímin örva einnig framleiðslu kollagens og elastíns – sem gerir húðina bjartari, unglegri, stinnari og heilbrigðari. Hyaluronic sýran, sem er náttúruleg fjölsykra, gerir essence-ið einstaklega rakagefandi og veitir húðinni aukinn ljóma, fyllingu og dregur úr ásýnd fínna lína og hrukkna. Serumið má nota kvölds og morgna! Á morgnanna mælum við að sjálfsögðu með að fylgja seruminu eftir með fyrstu íslensku sólarvörninni — Dottir® Skin Mineral Broad-Spectrum SPF50+.

Eiginleikar

Virkni ensímanna hjálpa húðinni að endurnýja sig og þannig verður húðin bjartari, líflegri og heilbrigðari að sjá.

Einkaleyfisvarin ensímtækni

  • Náttúrulegt sjávarensím úr íslenskum þorski sem virkjast við líkamshita;
  • Leysir upp dauðar húðfrumur og óhreinindi í húð;
  • Styrkir ysta lag húðarinnar (e. Epidermis) og styður við heilbrigða örveruflóru (e. Microbiome) í húð.

Inniheldur Hyaluronic sýru

  • Hyaluronic sýra er náttúruleg fjölsykra sem finnst í húð, liðvökva og bandvef. 
  • Dregur úr ásýnd öldrunar í húð (þ.e. hrukkur og fínar línur) og veitir húðinni meiri ljóma og fyllingu. 
  • Dregur úr vatnstapi á ysta lagi húðarinnar (e. TEWL) 
  • Langflestar húðgerðir hana þola vel, m.a. þau sem eru viðkvæm í húð.

Klínískt rannsökuð formúla

  • Sannprófuð virkni, byggð á íslensku rannsóknarstarfi yfir áratugi.
  • Vinnur með náttúrulegum takti húðarinnar sem skilar hreinni, mýkri og rakameiri áferð, dropa fyrir dropa.
  • Örvar endurnýjun húðarinnar
  • Róandi áhrif á ertingu vegna þurrks, útbrota, flugnabita og sólbruna.

Notkunarleiðbeiningar

Berðu 2–4 dropa á hreina húð í andliti, á hálsi og bringu. Hentar öllum húðgerðum, þar með talið viðkvæmri húð. Má nota kvölds og morgna og eins oft og þörf er á. 

Innihaldslýsing

Glycerol, Aqua, Alcohol, Sodium Hyaluronate, Calcium Chloride, Tromethamine, Hydrochloric Acid, Trypsin

Regular price 7.990 ISK
Regular price Sale price 7.990 ISK
Sale Sold out
Taxes included.
Quantity
View full details