Sagan á bakvið Dóttir Skin
Ég hef alltaf verið heilluð af því hvernig vísindi geta bætt daglegt líf. Ferðalagið mitt byrjaði með ást á efnafræði sem leiddi mig frá námi í efnaverkfræði í mínum heimabæ, Reykjavík, til meistaranáms í hagnýtri efnafræði í Kaupmannahöfn í Danmörku. Á leiðinni fann ég mig æ meira dregna að þróun húðumhirðuvara—ekki bara sem neytandi, heldur sem manneskja sem vildi leysa raunveruleg vandamál.
Satt að segja, þá kviknaði hugmyndin að Dóttir Skin úr smá pirringi, ég fann ekki steinefnasólarvörn sem hentaði aktívum lífsstíl, erti ekki viðkvæma og bólótta húð og einfaldlega vera sólarvörn sem ég gæti hugsað mér að nota daglega. Eftir áralanga vinnu, vöruþróun, endalaust af tilraunum og svo sannarlega mistökum er ég svo ótrúlega stolt að geta deilt með heiminum því sem ég hef tileinkað lífi mínu síðustu 7 árin í að skapa. Vörurnar mínar eru hannaðar af alúð, ekki bara til að vernda húðina þína heldur líka til að láta þér líða öruggri með það sem þú notar á húðina þína daglega.
Fyrir mér er Dóttir Skin meira en bara vörumerki. Það er verkefni þar sem vísindi, sjálfbærni og hagnýtni daglegs lífs mætast. Ég vona að þú elskir vörurnar mínar jafn mikið og ég.
Frá svefnherberginu mínu á Íslandi yfir í að byggja upp Dóttir Skin hefur þetta ferðalag snúist um að breyta ástríðu í einhverskonar tilgang. Ég vona að þú viljir vera með mér í þessu ævintýri þar sem við búum til raunverulegar lausnir sem styrkja húðina þína án þess að fórna öryggi, gæðum eða sjálfbærni.
Takk fyrir að treysta Dóttir Skin fyrir því sem skiptir mestu máli.
Með þakklæti,